18.2.2018 21:31:00   -  Greinar

     Það er ekki heiglum hent að skrifa um hann Þorstein frá Hamri. Reyndar er flóð greina birt í Morgunblaðinu í dag um þennan öðling. Flestar minningargreinar eru líka aðallega um höfund greinarinnar og viðkomandi, sem er dáinn, fær að fljóta með næstum eins og í kurteisisskyni. Þessar línur verða líka svoleiðis; Þorsteini hefði ekki þótt gaman að lesa þetta; hann var þó alltaf umburðarlyndur við rittilraunir unglinga hér áður.

Meira...

14.11.2017 08:03:00   -  Greinar

Bókin Classen – saga fjármálamanns er afhjúpandi. Hún galopnar inn í kjör auðstéttarinnar á Íslandi á fyrsta þriðjungi síðustu aldar.  Lífskjörin eru ævintýraleg og Guðmundi Magnússyni tekst að lýsa þeim skilmerkilega í þessari bók. Guðmundur tók við því verki af Guðna Th Jóhannessyni að vinna úr skjalasafni því sem Eggert lét eftir sig; það var „í sérflokki hvað snerti umhirðu og reglusemi“ segir Hrafn Sveinbjarnarson sem hefur tekið við fjölda skjalasafna. Þetta safn verður uppspretta fyrir Guðmund sem skrifar þetta allt á fróðlegan og greiðan hátt. En umfram allt er bókin afhjúpandi; hún flettir ofan af lífskjörum þessa fólks, sem ég, enda úr sveit, bragga og blokk, hafði aldrei hugmyndaflug til þess að nokkurt fólk hefði getað lifað á Íslandi. Ef einhver hefði sagt mér af svona kjörum hefði ég sagt að frásagnarmaður væri að ljúga að mér. Guðmundur hlífir ekki söguhetju sinni; dettur að vísu sjálfur ofan í pólitískan pytt á nokkrum stöðum, en kemst upp úr aftur, þurrkar af gúmmístígvélunum, og bókin verður trúverðug. Pólitísk aðdáun hans á Eggerti Claessen og öllu sem var í kringum hann leynir sér þó ekki. 

Meira...

27.10.2017 12:06:00   -  Greinar

Hver sá maður er heppinn sem fær hana Silju til að skrifa með sér heila bók, ég tala nú ekki um þegar bókin er um mann sjálfan. Og svo hefur hún yfirlesara sem er kanski sá besti á Íslandi, Gunnar Karlsson, þegar kemur að sagnfræði og þekkingu á öldinni sem leið og fleiri öldum og svona vel fram eftir þessari.  Bókin er skemmtileg, vel skrifuð og fróðleg, allt í senn. Þeir sem hafa áhuga á pólitík síðustu hundrað árin eða svo rífa hana í sig þessa bók; þann áhuga hef ég og þakka hér með fyrir bókina. Þar kennir margra grasa.

Meira...

Hugmynd

Síðan Hugmynd hefur birt flest skrif mín frá árinu 2010. Þangað verður einnig safnað eldri skrifum. Þá verður oft vísað til skrifa annarra. Ekki verður skrifað reglulega á síðu þessa heldur af og til eftir aðstæðum höfundar.-  Ég gaf út heimasíðuna Hugmynd á árunum 1998 – 1999 en og hér gengur hún til móts við nýja framtíð. 

Svavar Gestsson

Bókaskrif

Á þessar síður set ég greinar sem ég skrifa í blöð. Vísa einnig á fésbók þar sem ég set af og til inn einhverjar athugasemdir.

 

Breiðfirðingur 2017 - kominn út

 

Tímaritið Breiðfirðingur 2017 er kominn út. Efnið er fjölbreytt. Þó má segja að ritið eigi sér aðallega einn samnefnara að þessu sinni sem er Kirkjufellið. Forsíðan er mynd af Kirkjufellinu, en Haukur Már Haraldsson tók myndina. Haukur er reyndar umbrotsmaður ritsins. Pétur Ástvaldsson er yfirlesari ritsins. Ritið er gfið út af Breiðfirðingafélaginu.Formaður þess er Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Magnússkógum Dalabyggð.

Meðal efnis:

Dularfull örnefni í Dölum. Stórskemmtileg og fróðleik grein eftir Árna Björnsson.
Jarðhiti í Vestur-Barðastrandarsýslu eftir jarðfræðinginn Hauk Jóhannesson.
Gengið á Kirkjufellið. Frásögn eftir Bjarna E. Guðleifsson
Viðtöl og myndir úr Grundarfirði.
Þrjár járnbrautir á Skarðsströnd eftir Sigurð Þórólfsson
Kollótt fé er frá Kleifum eftir Jón Viðar Jónmundsson
Haraldína Haraldsdóttir - grein eftir Svavar Gestsson um konu sem ólst upp á Hellissandi og í Eyrarsveit, var 20 ár í Dölunum, svo aftur í Eyrarsveit og loks á Hellissandi.

Fjöldi auglýsinga er í ritinu frá styrktaraðilum okkar.

 

Forsíða Breiðfirðings 2017