Greinar

15. október 2014

Eru hæstu skattar í heimi á Íslandi?

Eru hæstu skattar í heimi á Íslandi? Það er nú eitthvað annað eins og sést á þessari mynd úr erindi Indriða Þorlákssonar á félagsfundi Vinstri grænna nýlega. Þar kom margt fram sem vert að hugleiða. Eins og þetta:

- Bandarískur hæstaréttardómari komst svo að orði árið 1927 að skattar væru það gjald sem við greiddum fyrir að búa í siðuðu samfélagi.
- Ríkisútgjöld á Íslandi á þessu og næsta ári eru um 625-630 miljarðar króna.  Þarf af fara til heilbrigðismála um 140 miljarðar, til almannatrygginga og annarra velferðarmála um 150 miljarðar króna eða alls um 290 miljarðar króna í þessa tvo málaflokka. Það eru 44 % af öllum ríkisútgjöldunum. Til menntamála fara 54 miljarðar króna eða tæp 9 % af heildinni, þessir þrír liðir taka til sín ríflega helming af öllum ríkisútgjöldunum.
- Tekjur ríkissjóðs eru áætlaðar um 670 miljarðar króna á næsta ári. Skatttekjur eru 590 miljarðar króna( Samkvæmt fjárlagafrumvarpi), sala eigna skilar aðeins liðlega einum miljarði. Skatttekjurnar skiptast þannig að skattar á tekjur og hagnað skila um 200 miljörðum en skattar á vöru og þjónustu 260 miljörðum  króna þar af virðisaukaskattur 180 miljörðum króna.


  Fleiri fróðleiksmolar um skattamál birtast næstu daga.