Greinar

16. október 2014

Svona eru skattarnir notaðir

 

 

Á þessari töflu sést hvernig ríkisútgjöldin skiptast. 22 % í heilbrigðismál, 24,1 % í almannatryggingar og velferðarmál og 8,7 % i fræðslumál. Þetta gerir liðlega helming af ríkisútgjöldunum. Þegar fólk er að heimta niðurskurð er í raun verið að heimta niðurskurð á þessum liðum; aðrir liðir eru svo miklu lægri. NEMA vaxtagreiðslurnar sem eru undir “önnur gjöld ríkissjóðs” 22 %.  Bendi á að ríkissjóður 2015 hefur 20-30 miljörðum minni tekjur en hefði þurft að vera vegna þess að ákveðið er að fella niður auðlegðarskatt og lækka veiðigjöld. Með þeim peningum hefði mátt byggja nýjan Landspítala og ljúka honum 2016.