Greinar

20. október 2014

Skatttekjur alls 2005 til 2013 % af VLF

Þetta kom fram á skattafundi Vinstri grænna á dögunum í máli Indriða H. Þorlákssonar:
Svona hafa skatttekjur ríkisins þróast frá 2005 til 2013. Það ár, 2013, voru skatttekjurnar 28,3 % af vergri landsframleiðslu. 2012 voru þeir 28,2 %. Verg landsframleiðsla er allt sem við gerum og mælt verður til fjár. Þessi tala fyrir árið 2013 var 1.870 miljarðar króna. Hvert eitt prósent er því 18-19 miljarðar króna. Síðasta heila ár Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins fyrir hrun var þetta hlutfall um 31,2% af landsframleiðslu. 2005 var hlutfallið aftur á móti 32,7 %. Mismunurinn á því og skattlagningu vinstri stjórnarinnar er 4,5 % f landsframleiðslu eða um 80 miljarðar króna. Munar um minna.