Greinar

29. október 2014

Lágir skattar á fyrirtæki á Íslandi

 

Að undanförnu hef ég birt hér á síðu minni nokkra punkta um skattamál frá fundi sem VG hélt með Steingrími J. Sigfússyni og Indriða Þorlákssyni. Hér birtist síðasti pistillinn í bili – um skatta á arð og hagnað fyrirtækja.
   Mikið er jarmað um það að skattar á fyrirtæki hafi verið verri hér Íslandi en nokkurs staðar annars staðar í löndum sem við berum okkur saman við. En hverjar eru staðreyndir málsins – þessar:

Land

 

Tekjuskattur

á lögaðila %

 

Skattur á

arð %

  

Samtals skattur á

hagnað fyrirt. %

Danmörk

25

42

56,5

Bandaríkin

39,1

21,3

52,1

Ísland

20

20

36

Svíþjóð

26,3

30

48,4

Bretland

24

36,1

51,4

Þýskaland

30,2

26,4

48,6

OECD meðaltal

25,5

22,5

42,3

Athyglisvert er að í ríkjunum þar sem íhaldið hefur stjórnað samfellt um langt árabil – Þýskaland og Svíþjóð – að þar eru skattar á fyrirtæki mikið hærri en á Íslandi eftir vinstri stjórnina sem tók við hrunsamfélagi frjálshyggjunnar.