Greinar

Viðtöl við Svavar og viðtöl af sjónvarpsstöðinni ÍNN

27. apríl 2011 11:49

Allir ÍNN-þættir á þessari slóð

Það er unnt að sjá alla þætti mína á ÍNN á þessari slóð:

 http://blip.tv/rss/bookmarks/241515

 

Lesa meira
25. mars 2011 11:45

Bryndís Hlöðversdóttir

Bryndís Hlöðversdóttir rektor Háskólans í Bifröst og formaður stjórnar Landsvirkjunar er næsti viðmælandi minn á ÍNN. 

Lesa meira
15. mars 2011 09:24

Anna Hildur Hildibrandsdóttir

Anna Hildur Hildibrandssdóttir er framkvæmdstjóri Útflutningsmiðstöðvar íslenskrar tónlistar. Hún var viðmælandi minn í síðustu viku. Í viðtalinu töluðum við um skapandi greinar. Fram kemur í viðtalinu að þeir sem starfa í skapandi greinum á Íslandi eru um tíu þúsund talsins eða svipað margir og eru alls í öllum málmiðnaði. Að meðtöldu álinu! Anna Hildur segir frá því að breska ríkisstjórnin, íhaldsstjórn, leggi fram stórfé til þess að efla þátt skapandi greina í atvinnulífinu. Aldrei hefur heyrst að Samtök atvinnulífsins á Íslandi hafi talað máli skapandi greina. Hefur það kannski farið fram hjá mér?

Hvað eru skapandi greinar? Því svarar Anna Hildur Hildibrandsdóttir í stórfróðlegu viðtali.

Lesa meira
6. mars 2011 12:07

Eldri viðtöl á ÍNN

Fyrstu viðmælendur mínir á ÍNN voru þær Katrín Jakobsdóttir og Björg Thorarensen.

Lesa meira
6. mars 2011 11:27

Viðtalið við Stefán Arnórsson

 

Stefán Arnórsson hefur vakið athygli fyrir vandaðan og hófstilltan málflutning. Mál hans byggist á óvenjuvíðtækri þekkingu og reynslu á sviði jarðhitaorku, en hann hefur starfað að þeim málum í  nærri hálfa öld. Ráðlegging Stefáns er hófsemi í umgengni við náttúruauðlindirnar. Hann vitnar í bandarískan auðkýfing sem var spurður af hverju hann varð svona ríkur og hann svaraði: Það er af því að ég tók aldrei áhættu.

Lesa meira
15. febrúar 2011 07:47

Viðtalið við Lilju Alfreðsdóttur

Lilja er hagfræðingur og starfaði hún áður hjá Seðlabankanum. Í viðtalinu við hana var fjallað almennt um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en Ísland hefur verið aðili að sjóðnum ásamt 18 öðrum ríkjum frá 1946.

Lesa meira
29. janúar 2011 12:53

Formaður BSRB Elín Björg Jónsdóttir í viðtali

Viðmælandi minn á ÍNN á dögunum var formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja Elín Björg Jónsdóttir 

Lesa meira
13. janúar 2011 10:29

Slóð á viðtal við Siv Friðleifsdóttur alþingismann

Eitt af mínum fyrstu viðtölum var við Siv Friðleifsdóttur. Þar var fjallað um alþingi og Framsóknarflokkinn og margt fleira fróðlegt.

Lesa meira