Um okkur

 

 

Á þessari síðu verður alls konar efni tengt fjölskyldu okkar. Þegar hér stendur "við" eða "okkar" er ég að tala um mig og Guðrúnu Ágústsdóttur konu mína. Við búum eiginlega á tveimur stöðum; erum mest í Reykjavík en mikið í Reykhólasveit. Börnin okkar eru sex og barnabörnin orðin 17 og svo eru komin þrjú langafabörn. Börn Guðrúnar og Kristjáns Árnasonar fyrri manns hennar eru Ragnheiður, Árni og Gunnhildur. Börn mín og Nínu, Jónínu Benediksdóttur, fyrri konu minnar, eru Svandís, Benedikt og Gestur. Tvö þeirra Benni og Gunnhildur búa með fjölskyldum sínum erlendis, Benni í Þrándheimi en Gunnhildur í Kaupmannahöfn. Og mömmur okkar Guðrúnar eru auðvitað hluti af þessari stóru stórfjölskyldu sem telur alls með öllum liðlega 30 manns. Allt þetta fólk verður einhvern tímann nefnt á þessum síðum. Þessi síða er fyrir okkur, en er samt opin en óheimilt er að nota myndir af síðunni nema það séu opinberar myndir.

  

Skírn Úlfs í Neskirkju, ömmurnar til vinstri, svo Sigurður Árni,

þá Úlfur í fangi pabba síns Odds og svo mamman Sigurlaug.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fólk, plöntur og hestar

Skrifað 14.10.12: Hestarnir hafa í allt sumar, 2012, verið í nýrri hestagirðingu í norðurhluta Hólalandsins næst Kambi. Hestarnir eru vel haldnir eftir sumarið. Bóla var hjá stóðhestinum Seifi frá Miklagarði seinni part sumars. Ætlunin er að tveir fari í tamningu á haustmánuðum. Plöntuðum alls um 400 plöntum í ár. Fjölmargir heimsóttu okkur í Hólasel í sumar, vinir og fjölskylda.

.

Skrif hafa gengið vel og útgáfa er ákveðin nú í næsta mánuði.